tottenham

posts displayed by tag

ÍÞRÓTTIR

Nani skorar gegn Tottenham?

Það eru margir að tala um markið sem Nani skoraði gegn Tottenham í gær. Atvikið var c.a. svona. Það kemur sending inn í teig, Nani fellur við og vill fá vítaspyrnu. Boltinn fer í hendina á Nani. Gomes, markmaður Tottenham, tekur boltann upp. Kastar honum góða 3-4 metra framar heldur en Nani fékk boltann í höndina á sér. Hann heldur að það sé aukaspyrna. Nani stendur upp bandbrjálaður yfir að hafa ekki fengið vítaspyrnu. Hleypur að boltanum. Lítur á dómarann. Dómarinn ypptir bara öxlum. Nani skýtur og skorar.

Í fyrsta lagi á þetta eina mark örugglega ekki eftir að skipta það miklu máli þó svo að miðlar landsins tali um að Nani hafi tryggt United sigur með þessu marki. Staðreyndir er sú að staðan var 1-0 fyrir Manchester og 5 mínútur eftir. Líkurnar að Tottenham væri að fara að skora voru ekkert svakalegar en vissulega einhverjar.

Að mínu mati er markið fullkomlega löglegt. Mjög einfalt satt að segja. Dómarinn dæmir ekki vítaspyrnu þar sem hinn fallgjarni Nani á það ekki skilið fyrir leikaraskap síðustu ára. Uppsafnað hjá honum blessuðum. Boltinn fer vissulega í höndina á Nani en dómarinn ákveður réttilega að beyta hagnaðarreglunni. Gomes er með boltann og Tottenham getur skellt sér í hraða sókn á meðan Nani liggur og grætur í grasinu. Gomes hins vegar kastar boltanum 3-4m frá þar sem hendin átti sér stað. Að sjálfsögðu tekur Nani bara boltann og skorar. Hefði aldrei átt að líta á dómarann heldur bara taka boltann og skora þar sem að aldrei flautaði dómarinn. Mér sýnist það vera Scholes sem er með hlutina algjörlega á hreinu. Hann virðist spyrja dómarann hvort hann hafi flautað. Bendir á boltann. Hann síðan tekur á rás að marki um það leiti sem Nani spyrnir boltanum í markið.

Ef þið eruð með aðrar skoðanir á þessu marki þá væri gaman að heyra þær. Einnig ef einhver er með reglurnar 100% á hreinu þá væri ég til í að vita hvað dómarinn hefur leyfi til. Gæti hann t.d. dæmt svokallaðan rugling. Af því að Gomes ruglaðist og hélt að það væri aukaspyrna? Og vinsamlegast svara þessari seinni spurningu ef þið eruð með reglurnar á hreinu ekki að þið haldið að þið séuð með þær á hreinu.

Posted on 31. October 2010 by Árni Torfason Read More