Hneta

posts displayed by tag

ALMENNT

Einn í liði til 22.janúar

Ég verð einn í liði næstu þrjár vikurnar tæpar þar sem Auður datt til Afríku 3.janúar. Nánar tiltekið er hún í Eþíópíu að vinna á spítala næstu 6 vikurnar. Ég fer síðan út 22.janúar og verð í þrjár vikur að taka myndir. Fer á sama stað og hún verður til að byrja með en fer svo áfram á fleiri stað að mynda. Segi ykkur nánar frá því síðar. Er búinn að redda aðila til að vera hérna og passa húsið og Hnetu.

Annars er ég að reyna að klára að ganga frá myndasögunni sem ég gerði í New York. Ætti að vera klár í vikulok í síðasta lagi.

Um helgina fór ég til Páls E. og ásamt Bjartmari spiluðum við borðspilið Zombies!!! sem er algjör snilld. Fyrir fólk sem hefur gaman af því að spila borðspil ætti alveg að tjékka á því. Borðið breytist í hverju spili þannig að þetta er mjög fjölbreytt.

Posted on 5. January 2009 by Árni Torfason Read More