ALMENNT

Markmið fyrir árið 2011

Er ekki vinsælt að fólk setji sér einhver markmið fyrir árið. Það er alltaf vinsælt að ætla að koma sér í eitthvað form. Losa sig við aukakílóin. Fara í ræktina 2x á dag og borða bara gulrætur með sellerí. Ég ætla ekki að mæta í einn einasta líkamsræktartíma á árinu. Ég ætla hins vegar að spila fótbolta einu sinni í viku og þess á milli ætla ég mögulega að bregða mér út að hlaupa og stunda léttar æfingar hérna heima. Planið er svo sannarlega að minnka við mig í kókdrykkjunni sem hefur verið mikil undanfarin ár. Tók kaldan kalkún á þetta í smá stund á árinu 2010 sem var ágætis hugmynd. Tek annan svoleiðis pakka kannski í febrúar og sé hvernig það gengur.

Annað markmið er að fjölga myndunum mínum á istockphoto.com um helming. Úr 200 í 400 myndir. Sjáum hvernig það gengur. Einnig er ég með nokkrar hugmyndir af myndasögum sem verða vonandi að veruleika. Einnig var ég með hugmynd að reyna að taka eina mynd á mánuði sem ég er almennilega sáttur með. Það hefur lítið verið tekið af myndum nema þá af dóttir minni eftir að hún fæddist í apríl 2010. Sem er reyndar ekki svo slæmt.

En augljósasta og fyrsta og mikilvægasta markmið 2011 er að vinna Sigurjón í Fantasy Premier League. Hann hefur á mig 45 stig sem ég vonast til að saxa á jafnt og þétt á næstu vikum. Spennandi tímar framundan.

Hver eru þín markmið á árinu?

Posted on 4. January 2011 by Árni Torfason CONTINUE READING 0
ÍÞRÓTTIR

Rauðu Real Madrid spjöldin

Það fór líklegast fram hjá fæstum sem fylgjast með fótbolta að í leik Ajax og Real Madrid í næst síðasta leiknum í riðlakeppninni í Meistaradeildinni tók Márihinnihó þá ákvörðun að láta tvo af leikmönnum sínum sem voru með gult spjald á bakinu fá viljandi rautt spjald. Þetta gerði hann til að þeir tækju út bannið sitt í síðasta leiknum í riðlakeppninni í staðin fyrir að eiga á hættu að vera í banni í 16-liða úrslitum. Þetta er þannig séð ekki ólöglegt en svo siðlaust er þetta að það fjölgar líklegast í helvíti. Það eru nokkrir kostir í stöðunni fyrir FIFA.

1. Gera ekki nokkurn skapaðan hlut. Sem þýðir að fleiri lið fara að gera þetta og þar með skemmir þetta knattspyrnuna.

2. Setja fordæmi og setja þessa 2 leikmenn í 2-3 leikja bann þar sem þetta var eins greinilegt og það gerist.

3. Gera ekkert sýnilegt. Hins vegar reka þessa leikmenn báða af velli í 16-liða úrslitum fyrir lítið sem ekkert. T.d. væri hægt að reka þá af velli ef annar hvor þeirra tekur aukaspyrnu. Meta það þannig að þeir líklegast vilja fá rautt spjald í hvert skipti sem þeir taka aukaspyrnu.

Hvað segið þið. Hvað finnst ykkur rétt að gera?

Posted on 26. November 2010 by Árni Torfason CONTINUE READING 0
ALMENNT

Jónína Ben á uppsprengdu -50% verði

Sá flotta auglýsingu á mbl.is áðan. “Jónína Ben fæst í Office 1 -50% afsláttur!” Er verið að selja hina raunverulegu Jónínu Ben í Office 1? Er verið að selja bókina hennar með -50% afslætti. Ég lít á að 50% afsláttur þýði að þú átt að borga helmingi minna fyrir vöru. En ef þú ert að selja eitthvað með -50% afslætti… þarf þá ekki að borga meira fyrir vöruna? Jón Gnarr hlær allavega af þessari vitleysu með mér.

Google finnur ekki einu sinni -50% afslátt.

Posted on 19. November 2010 by Árni Torfason CONTINUE READING 0
TÖLVUR

MacBook Pro 15″

Hef lengi verið með það bakvið eyrað að eignast MacBook Pro fartölvu. Er með MacBook Air sem hefur reynst mér mjög vel. Er hrikalega fín á ferðalögum og í sófabráws. Er alltaf öðru hverju að henda upp bókum sem krefjast þess af mér að ég noti apple. Aðallega vegna fontamála. Fæ sem sagt uppsetninguna í hendurnar og allir fontar fylgja með bara fyrir apple. Þetta eru bækur sem eru þýddar yfir á íslensku. Alls konar barnabækur og Ripleys og fleira í þeim dúr. Þannig að ég væri alveg til í að vera með hressar fartölvu til að geta leyst þessi verkefni.

Eins og staðan er í dag þá er þetta tölvan sem ég er að pæla í að fá mér:

MacBook Pro 15″
2.53GHz Intel Core i5 örgjörvi
6gb DDR3 vinnsluminni (uppfæri úr 4gb)
500GB 7200RPM harður diskur (uppfæri úr 5400RPM)
Hi-Res Anti-glare skjár (uppfæri úr skjánum sem fylgir með)

Tölvan myndi einnig nýtast í að vinna myndir. Kemur oft fyrir t.d. að bæði ég og Auður, kærastan mín, erum bæði að ganga frá ljósmyndum sem við höfum verið að taka. Sem þýðir að það væri ágætt að geta verið með aukatölvu í það.

Ég var búinn að skoða 13″ macbook pro tölvuna en held að það væri gáfulegra að fara í 15″ skjá og öflugri örgjörva í það sem ég ætla að nota hana í. Á í rauninni 13″ macbook air sem er “ferðatölvan okkar”. Þannig að þessi tölva þarf ekki að vera eins mikið “ferða”. Eruð þið með einhverjar pælingar varðandi þetta? Ætti ég að fara í 8gb minni? Ætti ég að fara í i7 örgjörvann eða er það allt of mikið? Hi-Res Glossy skjár frekar en Anti-Glare? Væri gaman að fá að vita hvað þið hafið að segja um þetta.

Og svo er spurning hvar maður á að kaupa?

Posted on 9. November 2010 by Árni Torfason CONTINUE READING 0
1 2 3 304