crashplan-dropbox
TÆKNI

Taktu afrit!

Hversu oft hefur maður lesið frétt þar sem er sagt frá einhverjum höfundi eða námsmanni sem lenti í því að tölvu var rænt eða tölvan hreinlega hrundi og bíómyndin, ritgerðin eða nóbelsritgerðin tapaðist. Eins og staðan er í dag ættu svona fréttir ekki að heyrast. Það þarf enginn að lenda í því að tapa öllum ljósmyndunum sínum, ritgerðum eða öðrum gögnum. Ætla að nefna hérna nokkrar leiðir sem ég nýti mér til að koma í veg fyrir að fjallað verði um mig í fréttunum.

Mismunandi leiðir sem eru í boði hjá Dropbox.

Mismunandi leiðir sem eru í boði hjá Dropbox.

Dropbox
Dropbox er hugsa ég lang einfaldasta leiðin til að afrita gögn út á netið og kostnaðurinn er ekki mikill. Hægt er að skrá sig frítt á dropbox.com og þá færðu sjálfkrafa 2GB geymslupláss á netinu. Það ætti að duga fínt fyrir ritgerðir og annað smærra efni. Þú getur fengið ókeypis allt að 18GB ef þú ert dugleg/ur að fá aðra til að koma á dropbox. Svo ef þú tengir símann þinn við dropbox-accountinn þinn þá færðu oft smá viðbótarpláss. Mæli t.d. eindregið með því að tengja símann við dropbox. Þá afritar hann allar myndir sem þú tekur á símann þinn út á netið. Síminn dettur ofan í klósett og eyðileggst. Allar myndirnar komnar út á netið og ekkert vesen. Svo er hægt að kaupa meira pláss á dropbox.com ef þú vilt t.d. nota það til að afrita ljósmyndir sem eru fljótar að fylla þetta 2GB pláss. Svo það sem er sniðugt við dropbox er að þú getur syncað það við margar tölvur og unnið í sama skjalinu á mörgum stöðum og það syncar alltaf á milli.

Hvernig nota ég dropbox?
Ég er að vinna við að brjóta um bækur (setja upp bækur) og ég geymi öll vinnsluskjöl á dropboxinu. Engin hræðsla við að tapa neinu sem ég er að vinna í og ég get unnið bæði í ferðatölvunni og borðtölvunni án þess að þurfa að senda mér e-mail á milli. Nota dropboxið einnig til að sýna fólki myndir eða .pdf skjöl.

Þetta er leiðin sem ég valdi hjá Crashplan. Borgaði strax 4 ár.

Þetta er leiðin sem ég valdi hjá Crashplan. Borgaði strax 4 ár.

Crashplan
Crashplan er ég nýlega byrjaður að nota og er hrikalega ánægður. Chrasplan er hægt að nota á nokkra mismunandi vegu. Þú getur náð í forritið ókeypis á crashplan.com og tekið afrit á harðan disk sem er tengdur við tölvuna þín. Þú getur líka tekið afrit yfir á aðra tölvu í húsinu hjá þér eða þá heim til vinar þíns sem er líka með sett upp Crashplan. Til þess að geta tekið afrit út á netið þá þarftu að borga fyrir það sem er auðvitað ekkert nema sanngjarnt. Það er boðið upp á nokkur mismunandi plön í Crashplan+. Hægt að vera með margar tölvu sem eru að taka backup út á netið. Eða þá vera með bara eina tölvu. Hægt að velja um ótakmarkað magn út á netið eða 10GB hámark. Það sem crashplan gerir er að dulkóða allt efni sem fer út á netið eða til vinar. Þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur að einhver komist í efnið þitt.

Hvernig nota ég crashplan?
Ég er ljósmyndari og ég hugsa að hvert ár hjá mér sé c.a. 500-1000GB að stærð. Ég keypti mér “CrashPlan+ Unlimited” sem gefur mér ótakmarkað magn út á netið. Ég borgaði strax 4 ár og kostaði það mig 190$ sem eru c.a. 24.000kr. Þetta eru tæplega 500kr sem ég borga fyrir þetta á mánuði. Og það er gjörsamlega yndislegt að vita af myndunum komnar út á netið. Ég nota crashplan líka til að taka backup af eldra efni sem ég hafði á dropboxinu. T.d. bækur sem ég setti upp frá 2009-2011 eru komnar í Crashplanið í staðin fyrir Dropboxið. Þannig losa ég pláss úr dropboxinu mínu.

Þetta er það tvennt sem ég nota daglega og gæti alls ekki verið án. Það eru ábyggilega til fullt af öðrum forritum sem gera svipaða hluti. Bara spurning að finna eitthvað sem hentar þér sem best. Ef þið hafið einhverjar spurningar þá getið þið skilið eftir komment eða sent mér línu á arnitorfa(hjá)gmail.com.

Posted on 26. March 2013 by Árni Torfason CONTINUE READING 0
_21O2279
LJÓSMYNDUN VIDEO

Myndir ársins 2012

Ég tók þátt fyrst í sýningunni Myndir Ársins árið 2003 þannig að í ár var það í tíunda skipti sem ég tók þátt. Ég er ekki að mynda ýkja mikið fréttatengt þessa dagana þannig að það var ekki úr miklu að velja þegar ég sendi í sýninguna í ár. Engu að síður er alltaf hægt að finna eitthvað. Fékk í ár tvær myndir inn á sýninguna sem er bara aldeilis ágætt miðað við það að ég er ekki alla daga alltaf að taka myndir. Önnur myndin var í umhverfisflokknum og hin í íþróttaflokknum. Svo til viðbótar þá gerðum við Brynjar Gunnarsson smá video sem við fengum inn í myndskeiðaflokkinn. Þetta var í rauninni ljósmyndafrásögn sett upp sem myndband. Við fylgdum pari eftir sem voru bæði að keppa í WBFF European Championship sem var haldið hér á landi. Getið séð þessar tvær myndir mínar og videoið hérna fyrir neðan.

WBFF European Championship 2012

WBFF European Championship 2012

Skútuvogur. 2012.

Skútuvogur. 2012.

Posted on 19. March 2013 by Árni Torfason CONTINUE READING 0
Við Elísa hress og kát í bolunum okkar fínu.
HÖNNUN

Rock, Paper, Scissor, Lizard, Spock

Ég fékk fyrir nokkrum árum í jólagjöf frá Auði líka þennan fína Rock, Paper, Scissor, Lizard, Spock bol. Hann var keyptur af ThinkGeek.com eins og svo margt annað sem við eigum. Hrikalega hrifinn af þessari síðu. Svo var ég að browsa í gegnum barnadótið einhvern tíman þegar ég rakst á sama bol nema bara fyrir börn. Ég var búinn að panta hann áður en ég vissi. Núna er Elísa loksins að passa í hann og það sem við lúkkum vel í þeim er all svakalegt.

Barnabolurinn á ThinkGeek.
Fullorðsinsbolurinn á ThinkGeek.
Rock, Paper, Scissor, Lizard, Spock tengingaspil á ThinkGeek.

Posted on 19. March 2013 by Árni Torfason CONTINUE READING 0
1 2 3 304