0kr á netið með 3G síma eða netlykli…

Þessar “0kr á netið með 3G” auglýsingar hafa verið nú í þó nokkurn tíma hjá Símanum. Auglýst í útvarpi og sjónvarpi og ég veit ekki hvar og hvar. Eins og þetta hljómar fyrir almúgann eins og mig þá ætti maður að geta farið á netið með 3G án þess að borga krónu. 0kr þýðir einmitt engar krónur eða ókeypis. En nei svo er ekki… þetta er nefnilega bara ókeypis innanlandsnotkun og að því kemst maður þegar farið er á vefsíðu símans. Þar á undirsíðu stendur “Á kvöldin og um helgar kemstu á netið innanlands fyrir 0 krónur í 3G símanum þínum eða með netlykli í tölvuna.” Finnst að þessi klausa “innanlands” ætti að koma fram í sjónvarpsauglýsingunum og útvarpsauglýsingunum. Algjört hneyksli að það sé alltaf verið að plata fólk svona. Það er líka tvöföld merkingu í þessu innanlands dæmi. Gæti verið að fólk skilji þetta að maður geti farið á erlendar vefsíður bara ef þú ert “innanlands” á Íslandi.

Það er líka auglýst að maður geti fengið facebook í símann sinn sem er erlendur vefur og í sömu auglýsingu er auglýst 0kr á netið. Meikar ekkert sens. Ég vil annars nota tækifærið og óska honum Páli frænda mínum til hamingju með daginn. Orðinn 25 ára sem þýðir að hann þarf að fara að raka sig.

0
Posted on 25. July 2008 by Árni Torfason