Allt dýrt á Íslandi

Núna er fólk að tala um að það nái í gögn af netinu af því að það er svo dýrt að versla í skífunni. Það er nú ábyggilega rétt því að flest allt er dýrt á Íslandi. Matur er dýr, bjór er dýr, geisladiskar eru dýrir, það kostar morðfjár að fara í bíó, föt eru dýr… það er allt dýrt. En ekki sé ég fólk vera að downloada 2kg af kjötfarsi á netinu.

0
Posted on 29. September 2004 by Árni Torfason