Það held ég nú

Fór til Páls e. og Brynju í gær og Sigurjón mætti einnig. Við Páll byrjuðum á því að taka You Got Served á dvd og horfðum. Ansi fyndin mynd verð ég að viðurkenna. Svo eftir myndina byrjuðum við frá byrjun og lúruðum Sigurjón til að halda að við ætluðum að læra nokkur dansspor fyrir kvöldið. Lengsti brandari í heimi held ég. Lærðum samt eitt fáránlega gott move þar sem ég og palli skiptum um úlpu. Ekki frá því að maður taki það við tækifæri á dansgólfum borgarinnar. Eftir þessa fínu mynd skelltum við okkur í Sequence sem er mikið snilldar spil. Ég og Brynja vorum saman í liði og rúlluðum Sigurjóni og Palla upp. Páll var ekki sáttur og reyndi að lemja mig í hvert skipti sem hann tapaði.

Svo var ferðinni heitið á tónleika Jan Mayen. Gestur og Auður bættust í hópinn og þetta voru ansi magnaðir tónleikar verð ég að segja. Hitti þar m.a. Freymar og Einar og Odd og Óskar og að sjálfsögðu var góður hópur sem dansaði ber að ofan við eitt lag. Leiðindar dyraverðir heimtuðu að við færum aftur í. Rassálfar segi ég! Við dvöldum ekki lengi á Leikhúskjallaranum af sökum þreytu og ölvunar hjá sumum. Þannig að það var gott að komast heim undir sæng.

Í kvöld verður það eitthvað rólegt held ég. Kíki jafnvel á Pálus. Verð bara góður edrú á bíl. Össs…

0
Posted on 30. October 2004 by Árni Torfason