Open Water

Skellti mér í bíóhúsið í gær og sá myndina Open Water sem var nokkuð sniðug. Þetta er svona low budget mynd. Kostaði aðeins 13þús dollara að framleiða hana. Ef ég hefði t.d. sleppt því að kaupa mér myndavéladót á síðasta ári hefði ég getað framleitt hana. Þetta var greinilega tekið á bara einhverja dv cameru því að gæðin voru doldið furðuleg stundum. Og það var viss amatör bragur yfir henni. Sem gerði myndinni bara gott. Gerði þetta raunverulegra. Myndin er byggð á raunverulegum atburðum. Mæli alveg með að fólk tjékki á henni. Kemur skemmtilega á óvart.

0
Posted on 28. November 2004 by Árni Torfason