Annáll 2004

Ákvað að smella inn annáli svipað og hann Sigurjón gerði. Hér er minn annáll. Ég fann einu sinni ál í polli. Polláll…

Janúar
Árið byrjaði sæmilega. Var að mynda fyrir Verslunarskólablaðið í janúar og febrúar sem var mjög skemmtilegt. Var líka alltaf með annan fótinn niðri á mogga. 17. janúar fékk ég að draga fram úr skápnum Árna Ofursvala búninginn þar sem mér var boðið í Grímufataafmæli. Side-kickið mitt var að sjálfsögðu með mér, Gleðigaurinn.

Febrúar
Það gerðist nú fátt í febrúar skal ég segja ykkur. Bara vinna eitthvað smá og jú… svo kom Verslunarskólablaðið út. Sérlega glæsilegt. Heyrðu það gerðist eiginlega bara fullt. Páll og Brynja fluttu á Bergstaðastrætið. Hjálpaði þeim að þröngva hinum og þessum hlutum inn um litla hurð. Tókst misvel og hlutir brotnuðu og rifnuðu hægri vinstri. Svo var það hápunktur mánaðarins. Fékk verðlaun fyrir Þjóðlegustu myndina á Sýningu Blaðaljósmyndara fyrir árið 2003. Það var nú ekkert leiðinlegt mjög nei.

Mars
Brandari mars mánaðar var frábær. Hann hljóðaði svona:
Það mætti segja að fyrsti gaurinn sem kom til íslands og bjó til barn með konunni sinni hafi þjóðstartað.” Fáir skildu brandarann en svona er þetta yfirleitt hjá mér. Fór í jaxlatöku sem var bar alls ekki svo slæm. Skil ekki hvað fólk var alltaf að kvarta. 10. plánetan fannst. Henni var gefið nafnið Sedna. Mikil gleði út um allt land þegar MR tapaði fyrir Borgó í Gettu Betur. Það hötum við ekki skal ég segja þér. Þann 25. mars datt mér í hug að setja blogg íslandsmet með því að blogga 100 færslur sama daginn. Hófst klukkan 9:19 um morguninn og endaði daginn eftir, 26. mars klukkan 7:35.

Apríl
Það komu páskar, ég reyndi að verða myndarlegri með því að borða fyrirsætu, stöðvaði slagsmál niðri í bæ ásamt Pálusi hinum fagra, átti tveggja ára bloggafmæli, keypti mér fótbolta og ekki mikið meira.

Maí
Byrjaði að vinna fast á mogganum. Nóg að gera. Hófst handa við 100 sjálfsmyndir á 100 dögum verkefnið mitt. Stakk mig í andlitið með gaffli en varð ekki mjög meint af. Fór á Pixies 2 daga í röð. Fyrst að mynda smá og svo með henni Brynský. Átti svo afmæli sem gerist einu sinni á ári. Varð 23 ára gamall.

Júní
Fjölmiðlafrumvarpið fór virkilega í taugarnar á mér. Norður-Kóeru menn gerðu sér lítið fyrir og bönnuðu farsímanotkun. Ánægður með þá. EM í fótbolta í fullum gangi. 29. júní var haldið úr landi. Danmörk, Hróarskelda.

Júlí
Fyrstu daga mánaðarins var ég í rigningu og roki í tjaldi á Hróarskeldu. Sjaldan skemmt mér jafn vel verð ég að viðurkenna. Tónlist, bjór, bleyta, misgóður matur, rifið tjald, sturta fyrir alla… konur og kalla, whiskey… já rjúpna whiskey. Ég varð mjög reiður þegar kommurnar mínar foru í ruglið. Grét mig í svefn marga daga í röð og vikur og mánuði eiginlega.

Ágúst
Eignaðist kærustu. Annars gerðist ekki mikið hjá mér.

September
Kom með nýtt útlit á arni.hamstur.is. Keypti mér ferðatölvu.

Október
Jan Mayen diskurinn Home of the Free Indeed kom út. Klassa diskur. Var formlega valinn sýningarstjóri á sýningu Blaðaljósmyndara í ár. Svo kom föstudagurinn 22. október sem var dagur ársins hjá mér í ár tvímælalaust :) Jafnvel bara besti dagur ævi minnar.

Nóvember
Nóvember var mjög góður.

Desember
Desember var kaldur. Fjárfesti í ljósum, headphone-um, minniskortum og einni linsu. Hildur Vala komst áfram í ædolinu. Bakaði súkkulaðikökur og kókóskúlur. Fór í bíó. Árlega síldarveislan á Þorláksmessu. Fékk mögnuðustu jólagjöf sem ég hef fengið. Hafði það gott um jólin og á milli jóla og nýárs. Svo er það bara nýja árið. Held það verði gott gott.

Segjum þetta gott og gleðilegt nýtt ár.

0
Posted on 31. December 2004 by Árni Torfason