Food & Fun

Usssss… fimmtudagur til laugardags er búið að vera matur og skemmtun. Var að mynda í tengslum við Food & Fun hátíðina. Þannig að ég er búinn að vera að frá morgni til kvölds. Fór síðan í dag með Sigurjóni í smá leiðangur. Í för með okkur voru fjórir sveittir strákar. Enrique Iglesias, Christopher Lambert, Klaus hinn þýski og David Hasselhoff. Betur þekktir sem Lokbrá. Myndir voru teknar, snjór borðaður, sandi hent og þjóðverjum fórnað.

Í kvöld ætla ég að kíkja á xboxið mitt sem er löglegt. Ekki búinn að breyta því svo maður þurfi ekki að borga fyrir leiki. Það er ólöglegt og það geri ég ekki.

Starfsfólkið á Subway er upp til hópa fjáránlegt. Fór á subway áðan með Auði og piltur að nafni Sindri efaðist um að Auður hafi sagt 12 tommu bát. “Nú sagðirðu ekki 6 tommu”. Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér og haltu kjafti rassálfurinn þinn!

0
Posted on 20. February 2005 by Árni Torfason