Allt í drasli

Í dag eru páskarnir og skemmtilegt er sjónvarpið ekki. Einhver prestkona að tala eitthvað “líkklæðin ein” á RÚV. Ekki gaman af því. Sjálfstætt fólk og ballettdansari á Stöð 2 og Pizzaauglýsing á PoppTíví. Þannig að ég er að horfa á “Allt í drasli”. Þessi þáttur er svo mikið drasl að það nær engri átt. Þetta á líklegast að vera að herma eftir þáttum eins og Queer Eye for the Straight Guy eða eitthvað. En klósettpappírselskandinn og hvíthærða furðukonan eru ekki að gera neitt nema bara að taka til í húsinu hjá fólki. Það er ekki verið að gera neitt flott. Bara þrífa kúk og piss af klósettgólfinu og dauða ketti og kanínur úr eldhúsvaskinum. Svo er komið að fólkinu sem tekur þátt í þessu. Það bara hlýtur að vera eitthvað aðeins skrítið í kollinum. Og þegar ég segi skrítið meina ég snargeðveikt! Ef fólk þrífur heimilið sitt og sjálft sig svona illa þá getur ekki verið að það vilji auglýsa það í sjónvarpinu. T.d. núna var einhver Helgi sem er forritari og piparsveinn. Þær stúlkur sem sáu þennan þátt eru held ég ekki að fara að hoppa í fangið á honum næst þegar þær sjá hann á Linuxráðstefnu í Safninu í Kópavogi.

0
Posted on 27. March 2005 by Árni Torfason