Íslenska Bachelor

Sjitturinn titturinn. Íslenska Bachelor helveteð er að fara af stað. Hægt að skrá sig í þetta á S1.is. Núna hafa verið 5 þáttaraðir í bandaríkjunum og í öll skiptin hafa hjónin skilið eða hætt saman eitthvað eftir þættina. Þetta er augljóslega ekki að virka og hvernig dettur fólki því að fara í þetta. Þetta er greinilega ekki málið sambandi við að finna sér maka. En ég hef mikla trú á þessu íslenska. Þetta verður svo fyndið sjónvarpsefni að ég finn á mér að ég muni koma til með að pissa í buxurnar.

Spennandi líka að sjá hvort að maður muni koma til með að þekkja einhvern sem er í þessu. Er einhver að spá í að skella sér?

0
Posted on 24. June 2005 by Árni Torfason