Ása Amma

Mynd eftir Þorstein Joð. ,,Ömmu minni var rænt” segir Tómas Hermansson í upphafi heimildarmyndarinnar Ása amma. Hann segir að amma sín hafi viljað komast á elliheimili en í staðinn hafi dóttir hennar flutt hana á heimili sitt, án þess að ráðfæra sig við nokkurn annan í fjölskyldunni. Ása gamla er farin að missa minnið og Tómas telur að dóttir hennar sé að reyna að ná af henni íbúðinni og notfæra sér þannig veikindi hennar. Myndin um Ásu ömmu hefst þar sem Tómas stendur fyrir utan hús, þar sem hann telur að ömmu sinni sé haldið nauðugri. Síðan er fylgst með því hvernig honum og Ásu frænku hans gengur að ná samband við ömmu sína.

Í sjónvarpinu klukkan 22:20 í kvöld, fimmtudag.

0
Posted on 18. August 2005 by Árni Torfason