Ég er atvinnulæknir

Nú hef ég lengi pælt í orðinu atvinnubílstjóri. Einu sinni var talað um skúringakonu en núna er talað um ræstitækni. Atvinnubílstjórar eru bara ekkert annað en bílstjórar. Læknar eru ekki atvinnulæknar, bændur eru ekki atvinnubændur, ræstitæknar eru ekki atvinnuræstitæknar. Atvinnubílstjóri er bara orð til að reyna að upphefja bílstjóra og ekkert annað.

Nú hugsa margir með sér að það séu margir bílstjórar því við keyrum flest í okkar daglega lífi og þess vegna er orðið atvinnubílstjóri notað fyrir þá sem hafa þetta að atvinnu. Ég elda mat og er því að kokka. Ekki kalla ég mig kokk og þar af leiðandi þarf ekki að nota orðið atvinnukokkur.

0
Posted on 25. September 2005 by Árni Torfason