Vikan í myndum

Er að velta því fyrir mér að vera með myndaúrdrátt á sunnudögum. Taka saman vel valdar myndir sem ég tók á símann minn í vikunni og smella smá texta við. Frekar stutt núna þar sem ég var búinn að birta eitthvað hérna áður fyrr. Hvernig líst ykkur á þessa hugmynd mína?

Miðvikudagurinn 21. september: Michael Bolton

Við Páll skelltum okkur á Michael Bolton. Vinstra megin erum við hressir fyrir utan höllina spenntir að fara á Boltoninn. Til hægri bíður Páll spenntur eins og engill að Boltoninn stígi á svið. Svo kom í ljós að það átti eftir að sjóða lambið. Þannig að það var ekkert svið.

Laugardagurinn 24. september: Innflutningsgleði

Skelltum okkur út á lífið. Innflutningspartý hjá Erni og Völu. Til vinstri er Páll E. að reyna að drekka bjórinn sinn sem var inni á borðinu. Páll var úti. Til hægri er Auður að smella á sig smá varalit og ég er að taka mynd.

Þarna sitja Páll E., að segja sjálfum sér frá einhverri sjóara sögu, og hægra megin við hann sitja Auður og Brynja og ræða málin.

0
Posted on 25. September 2005 by Árni Torfason