Dulbúnar vandræðalegar vörur

Núna finnst mörgum manninum vandræðalegt að kaupa ýmsa hluti. Má þar kannski helst nefna getnaðavarnir. Skil reyndar ekki afhverju fólki finnst þetta svona vandræðalegt. En mörgum finnst þetta vandræðalegt og þá er þetta vandamál. Og hvað gerir maður við vandamál. Maður leysir þau. Nema ef það eru sprungin egg þá svúbbar maður þeim bara undir kókkæli og setur tóman bakkann aftur í eggjahylluna. En allavega… getnaðavarnir, þungunarpróf, einhver smyrsl til að bera á bossann á þér, jafnvel handjárn (lenti einu sinni í því en já tölum ekki um það), einhvers konar legkrem eins og í me myself and irene.

Ég er allavega kominn með lausnina á þessu. Dulbúa vörunar í öðrum umbúðum. T.d. smokkar væru í svona nettum snickersumbúðum og þungunarpróf í toblerone umbúðum. Svo stæði bara litlum stöfum hvort þetta væri toblerone eða í raun og veru þungunarpróf. Ég ætla að senda durex e-mail og kanna þetta.

0
Posted on 27. October 2005 by Árni Torfason