Helgin

Ég held að það sé kominn tími fyrir helgarblogg. Þetta var annasöm helgi. Nokkrar myndatökur sem er alltaf hresst. Á föstudagskvöldið skelltum við Auður okkur á Dillons þar sem við hlustuðum á þá pilta í Dikta spila á minnsta sviði í heimi því það var ekki svið heldur veggur. Þeir voru að vanda góðir þráttir fyrir síðbúið strengjaslit. Laugardagskvöldið var ekki síður skemmtilegt. Fórum til Brynju og Palla sem hópur fólks var kominn til að spila á spil. Póker var spilaður og nýtt spil sem ég er með í láni sem heitir Scene It? og það er eitt skemmtilegasta spil sem ég hef nokkurn tíman spilað. Þetta er sem sagt kvikmyndaspurningaspil og dvd diskur fylgir með. Það vakti þvílíka lukku og allt ætlaði um koll að keyra. Sunnudagurinn var sæmilega rólegur og endaði hann með myndatöku á Sigur Rósar tónleikunum. Þeir voru eins og við var að búast mjög góðir. Var ábyggilega svona 9-10 lög og svo lét ég það gott heita og dreif mig heim á leið. Þeir fá A+ frá mér. Virkilega gott band og landinu til sóma. Nú er bara að taka myndirnar inn og kíkja á hvernig til tókst.

0
Posted on 27. November 2005 by Árni Torfason