Takk

Heyrðu já og meðan ég man þá vil ég þakka fyrir mig. Vefurinn minn er í úrslitum Íslensku Vefverðlaunanna 2005. Það þýðir bara eitt og það er það að einhver hafi tilnefnt vefinn minn og mig grunar væntanlega einhverja sem lesa vefinn minn. Sjálfur tilnefndi ég sigurjon.com félaga minn því hann er með fína og flotta síðu sem á vel skilið að vera í úrslitum og viti menn… hann er í úrslitum með mér. Andstæðingar okkar bræðra eru ekki minni menn en Björn Bjarnason, Þorsteinn Guðmundsson og svo ungur og efnilegur piltur að nafni Jónas Reynir Gunnarsson. Verðlaunin verða afhent þriðjudaginn 29.nóvember.

Takk fyrir mig.

0
Posted on 27. November 2005 by Árni Torfason