Árbæjarskóli árgangur 1981

Ég var í Árbæjarskóla og útskrifaðist ábyggilega 1997. Eða ekkert ábyggilega heldur útskrifaðist ég þá. Maður er bara orðinn svo gamall að minnið er farið að bregðast mér. Annars eru einhverjir úr þessum árgangi búnir að opna bloggsíðu þar sem planið er að safna saman linkum á bloggsíður allra þeirra sem voru í þessum árgangi. Þannig að maður getur haft uppi á þessu fólki auðveldlega. Svo á líklegast líka að koma með tilkynningar um endurmót og eitthvað fleira. Ekki frá því að þetta sé bara nokkuð gott framlag hjá þeim þannig að ef þú varst í Árbæjarskóla og útskrifaðist 1997 þá smellirðu þér endilega hingað og lætur vita af þér og fylgist með.

0
Posted on 28. November 2005 by Árni Torfason