Jólahjól?

Ég ætla að gefa öllum sem ég þekki jólahjól í jólagjöf. Er reyndar ekki búinn að finna neitt jólahjól þannig að ég er orðinn nett stressaður. Datt í hug að tala við Stefán um þetta og sjá hvort að hann geti reddað þessu. Annars er búin að vera nett geðveiki að gera síðustu vikur. Allir að klára allt fyrir jólin og allt á fullu. Held að þetta fari samt að róast vonandi eftir þessa viku. Ætla mér að slappa all svakalega af í næstu viku og yfir jólin.

Það sem mun eiga sér stað er videogláp. Vel valdar jólamyndir er held ég málið. Die Hard, Leathal Weapon, National Lampoons Christmas Vacation, Home Alone. Öss verður svakalegt held ég. Svo er planið að taka jólaseríubíltúrinn og sjá hörmungina. Það er svona 1 af hverjum 1000 Íslendingum sem er ekki algjör asni þegar kemur að jólaseríum. Ég bara næ þessu engan vegin ef ég á að segja alveg eins og er. Það er eins og allir haldi að þeir séu í keppni að vera með ljótustu seríurnar og verst upp settar. Sem gleður mig samt því annars væri þessi bíltúr ekki mjög skemmtilegur. Þannig að ég þakka fyrir mig. Takk takk fólk.

Svo er það síldarveislan árlega 23. desember sem við hötum ekki skal ég segja ykkur.

0
Posted on 13. December 2005 by Árni Torfason