Herra Piparsveinn Íslands

Mér fannst ansi skoplegt að um daginn sá ég einhvern Fólk með Sirrý þátt þar sem var verið að gera upp Bachelor þáttinn og í þættinum voru stúlkurnar sem kepptu og piparsveinninn auðvitað og svo stúlkan sem hreppti rassálfinn. En það sem var fyndið við þetta að í salnum voru einhverjir brúnkuhanar sem kepptu í herra ísland að kommenta á keppnina. Þetta er svona eins og að fá… sjitt mér dettur ekki nein nógu heimskuleg samlíking í hug. Þetta er tvennt það síðasta sem ég myndi gera. Keppa í herra ísland… því það er bara ekki í boði og það vita allir… nema auðvitað þeir sem tóku þátt. Og svo myndi ég ekki fyrir mitt litla líf taka þátt í Bachelornum.

Svo fannst mér líka skondið þegar stúlkan sem vann sagði að allar stelpur nú til dags færu í sleik við aðrar stelpur niðri í bæ. Þetta er svona eins og að segja að allir strákar á Íslandi taki þátt í herra ísland.

0
Posted on 18. December 2005 by Árni Torfason