Jólasnjór

Það lítur út fyrir að það verði ekki snjór um þessi jólin. Til að redda því er ég búinn að kaupa allan kókos á höfuðborgarsvæðinu sem ég mun síðan fara með upp á hús og henda niður á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir borða matinn á aðfangadag. Svo að mín verði ekki saknað mun ég búa til nákvæmlega eftirlíkingu af mér úr álpappír, vaxi, smjöri og tannþráð.

0
Posted on 19. December 2005 by Árni Torfason