Jólabreytingar

Í fyrsta lagi þá eiga þeir sem taka ekki stefnuljós á þeim stöðum sem það skiptir virkilega miklu máli fyrir aðra ökumenn í umferðinni ekki að fá neina jólagjöf. Nema ef viðkomandi er eldri en 65 ára því þá verður maður að gefa þeim sjéns. Krakkar sem leika sér að því að labba hægt yfir gangbraut eiga að fá eitt mínus stig. Og þegar mínus stigin eru orðin 3 þá fá þau einum færri pakka. Og ef mínusstigin verða fleiri en 20 þá gefur móðir barnsins sem fékk mínusstigin barninu í næsta húsi, íbúð allar gjafirnar sem viðkomandi gríslingur átti að fá.

Í öðru lagi til að gera jólastressið almennilegt jólastress þá ætti hver og einn jólagjafaþyggjandi að útbúa lista eftir jólin þar sem hann raðar gjöfunum sem hann fékk í sæti eftir því hversu góðar þær væru. Þannig að besta jólagjöfin væri í fyrsta sæti og svo koll af kolli. Þannig að ef fólk t.d. lendir í síðasta sæti ein jólin þá er eins gott að gera betur næst vegna þess að sá hinn sami fær enga jólagjöf frá viðkomandi þau jólin. Þessir listar ættu að vera gefnir út sem aukablað með Morgunblaðinu á gamlársdag.

Í þriðja og síðasta lagi þá á að vera snjór en ekki rok, rigning og slabbbbb á jólunum. Og jú eitt í viðbót. Jólalög eiga ekki að vera með heimskulegi rími.

0
Posted on 24. December 2005 by Árni Torfason