Tími til kominn

Já ekki frá því að það sé kominn tími til að segja eitthvað.

Síðusta rúma vika er búin að vera rugl bara sem er alltaf gott. Um síðustu helgi 7. og 8.janúar kom dómnefnd saman og dæmi og valdi inn myndir á sýningu blaðaljósmyndara. Í dómnefnd voru þeir Ari Sigvaldason, Páll Steingrímsson og svo myndstjóri og ljósmyndari á Verdens Gang í Noregi, Terje Bringedal. Undirbúningur áður en þeir geta byrjað að dæma er töluverður. Flokka myndir og athuga hvort allt sé í lagi og undirbúa fotostation fyrir þá og margt fleira þannig að mitt starf byrjaði fyrr í vikunni fyrir dæmingu og er ekki enn lokið. Lýkur 18.febrúar þegar sýningin opnar.

Í gær, þriðjudag, var ég með stuttan fyrirlestur fyrir meðlimi fókusfélagsins um Tónleikaljósmyndun. Þetta gekk bara bærilega og eftir klukkutíma babbl um tónleikaljósmyndun var ég vel eftir mig í hálsinum. Ekki vanur að tala svona lengi.

Svo er ýmislegt í gangi sem er spennandi. Kem að því seinna kannski.

0
Posted on 11. January 2006 by Árni Torfason