Veldu þér sjálfur föt apinn þinn

Fór í Smáralindina um daginn til að kaupa mér spariskó. Var ennþá í spariskónum sem ég fermdist í. Kannski ekki allur sannleikurinn en nærri því. Keypti mér brúna Lloyd skó og svo bindi í stíl. Og þar sem ég er ekki api þá valdi ég þetta sjálfur. Á meðan ég var að velja bindið þá kom piltur í leðurjakka og lexus bol og veifandi toyota lexus bíllyklinum sínum. Hann talar við afgreiðslumanninn og segist eiga blár eða svarta buxur og þennan leðurjakka og spyr svo afgreiðslumanninn hvort hann eigi einhverja flotta skyrtu handa sér. Allar skyrturnar eru upp á vegg í þessari búð þannig að það er ekki flókið að skoða úrvalið. Það er ekki eins og afgreiðslufólkið feli allar flottu skyrturnar ofan í buxunum sínum bara til þess eins að gabba viðskiptavininn og geta svo dregið þær upp þegar einhver biður um fleiri skyrtur. En þessi ungi piltur hafði greinilega ekki í sér þann hæfileika að geta haft skoðanir og valið sjálfur hvað honum fannst flott. Smekkur fólks er mismunandi og alveg fráleitt að biðja einhvern annan um að velja fyrir sig eitthvað flott. T.d. fannst þessum unga pilti flott að vera með toyota lexus lykla og vera í toyta lexus bol með gullmerki á. Þannig að miðað við það hefði ég ráðlagt honum að fara inn á klósett, vefja sig inn í klósettpappír og hypja sig aftur í lexusinn sinn. Sem var ábyggilega ekki lexus heldur bara ryðgað hjól. Svona svipað eins og þegar Joey raðaði upp pappakössum sem litu út eins og porche og lét svo ábreiðu yfir þá. Grunar þennan unga apa um að hafa verið með svipað plan þar sem hann veifaði lyklunum hraðar í hringi í hvert sinn sem einhver dama gekk framhjá.

0
Posted on 17. January 2006 by Árni Torfason