Púff Púff Pass

Ég varð vitni að ansi furðulegu í dag og mér blöskraði verð ég að segja. Var að sækja hana Auði í skólann. Sótti hana fyrir utan Barnaspítala Hringsins og á meðan ég beið sá ég konu sem stóð fyrir utan og reykti eins og henni lægi lífið á. Það er svo sem allt í góðu að reykja ef fólk vill það. Mér er nokk sama á meðan það blæs ekki reyknum í andlitið á mér eða slekkur í sígarettunni í auganu mínu. En hún var ekki ein á ferð að reykja. Nei heldur betur ekki. Hún hafði tekið barnið sitt sem var á náttfötunum einum og þar sat aumingja krakkinn í einhverjum vagni sem var ekki með neinum toppi í náttfötunum í kuldanum og hóstandi. Þannig að það var greinilegt að krakkinn var fárveikur. Þá er besta að skella sér út með hann í kalda loftið og púffa smá af reyk í andlitið á honum.

0
Posted on 26. January 2006 by Árni Torfason