Hann er svo óþroskaður

Var að horfa aðeins á kastljósið. Það var verið að spyrja fólk á götunni hvað þeim fyndist um að gaurinn sem vann herra ísland hafi verið sviptur titlinum. Allar stelpur sem voru spurðar sögðu að þetta hefði verið gott á hann og ein minntist á að hann væri óþroskaður. Sá í einhverjum fréttatímanum viðtal við hann um þetta mál. Hann virtist nú ekkert vera að vaða… en það er svo sem allt í lagi mín vegna. Mér finnst þetta allt hið furðulegasta mál. Furðulegt að svipta einhverjum titli útaf því sem hann er að vinna við. Furðulegt að hann hafi unnið þessa keppni. Furðulegt að einhverjum hafi dottið í hug að taka þátt. Furðulegt að fólk hafi kosið einhvern. Furðulegt að það sé fjallað um þetta í fréttunum því þetta er held ég ómerkilegasta keppni sem er haldin á Íslandi. Væri skemmtilegra held ég að vera bestur í að skipta um batterý í fjarstýringu heldur en að vera herra ísland. Þannig að gaurinn sem vann ætti eiginlega bara vera feginn að hafa losnað við titilinn. Þannig að ég vil óska honum til hamingju.

0
Posted on 30. January 2006 by Árni Torfason