Myndir Ársins 2005

Sýningin Myndir Ársins 2005 opnaði í gær í Gerðarsafni í Kópavogi. Þetta fór allt nokkuð vel fram og það mættu mjög margir sem er alltaf gaman. Ég var miklu minna stressaður fyrir sýninguna í ár heldur en í fyrra. Núna vissi maður nákvæmlega hvað maður var að gera og því hægt að gera það á einfaldari hátt og betur. Þannig að ég er bara mjög sáttur með útkomuna.

Svo kom bók líka út samhliða sýningunni. Virkilega flott og mæli ég með að allir fái sér eintak. Þetta er fín heimild fyrir atburði ársins. Verður mjög gaman eftir svona 10-20 ár að eiga allar þessar bækur. Þetta er eitthvað sem fólk á að kaupa sér hvert ár. Það er hægt að versla hana uppi í Gerðarsafni og svo í öllum helstu bókabúðum. Kemur í búðir á morgun, mánudag. Það er sýningareintak uppi í Gerðarsafni sem er hægt að skoða. Um að gera að skella sér á sýninguna og skoða bókina í leiðinni.

Svo vildi svo skemmtilega til að ég fékk eins og ein verðlaun á sýningunni. Fékk verðlaun fyrir Mynd Ársins í flokki íþróttaljósmynda sem ég er afar stolltur af.

Annars er að finna allar myndirnar sem hlutu verðlaun hérna. Mæli samt eindregið með að þið farið á sýninguna því að það er mun nettara að sjá myndirnar stórar og uppi á vegg.

0
Posted on 19. February 2006 by Árni Torfason