Tíminn líður hratt og mér líður ágætlega

Já þá er helgin búin. Djöfull eru þessar helvetes helgar alltaf fljótar að líða. Maður ætlar alltaf að ná að slappa svo vel af um helgar en svo endar það með því að maður vinnur alla helgina og getur lítið slappað af. Þannig var það með þessa sem og aðrar helgar. Á morgun tekur önnur vinnuvika við. Hugsa að hún verði aðeins rólegri en sú síðasta en þegar ég segi það þá er ég auðvitað bara að reyna að plata mig. Þó það sé mikið að gera þá get ég sagt að mér leiðist. Hef gaman af því sem ég er að gera. Hugsa að ég myndi gera lítið annað en að kvarta ef ég hefði mikið meiri frítíma en ég hef. Þannig er ég nú bara. Ég stefni samt á útlandaför í sumar með minni heittelskuðu Auði. Planið er að gera eitthvað hresst og spennandi. Jafnvel fara til nokkurra landa. Allt óákveðið ennþá. Erum með nokkra staði í huga en eigum eftir að negla þetta allt saman.

Annars gerðist ég svo djarfur um daginn að senda mynd í keppni á dpchallenge.com. Lenti í 6.sæti í Country Life keppni með þessa mynd hér:
dpchallenge.com

Var mjög glaður með það að vera einu sæti á eftir henni Auði sem var með ansi fína mynd í þessari keppni. Hefði reyndar viljað sjá hana í verðlaunasæti en svona er þetta bara.

Svo er ég með eina mynd í Fashion keppninni sem gengur alveg bærilega bara. Verður að gaman að sjá hvort að hún endi ekki allavega í topp 10. Ætla að reyna að vera duglegri að senda inn á dpc í nánustu framtíð. Þetta er fín leið til að halda sér við efnið að taka eitthvað annað heldur en vinnumyndir svokallaðar. Kveð í bili.

0
Posted on 27. February 2006 by Árni Torfason