Hálf fimmtugur

Það styttist í það að ég nái 25 ára aldri sem gerir mig að hálf fimmtugum manni. Ánægður með það. Það er búið að vera nóg að gera í þessum mánuði. Búinn að mynda um 20 knattspyrnuleiki og aðrar tökur telja 71 og það sem meira er að mánuðurinn er ekki búinn. Ég er ánægður að tíminn líður því því meira sem hann líður því meira styttist í ferðalagið mitt um Evrópu í sumar. Sem hefst 23.júní og stendur yfir til 11.ágúst.

Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég geri á afmælinu mínu en ég hugsa að það verði eitthvað lítið bara. Ekki mikið fyrir að upphefja afmælisdaginn minn.

Annars ætla ég að gæða mér á tobleroneinu mínu svona rétt fyrir svefninn. Yfir og út.

0
Posted on 26. May 2006 by Árni Torfason