"Ég er alltaf að þvo á mér hárið á laugardögum."

Var að horfa á kastljósið og sá þar að Pétur L. Kárason mun sjá um áramótaskaupið í ár. Ég er mjög ánægður með það þar sem þessi maður er held ég einn af þeim sniðugri á landinu frá upphafi. Hann á eftir að gera góða hluti og ég mun sitja spenntur fyrir framan sjónvarpið þegar þulan er ekki hluti af áramótaskaupinu í fyrsta skipti í 18 ár og kynnir það bara venjulega.

Fannst gott svar þegar Kastljósstúlkan spurði hann hvort hann horfði ekki á Spaugstofuna. Hann svarði: “Ég er alltaf að þvo á mér hárið á laugardögum.” Nú bíð ég eftir einhverjum alvarlegum…

0
Posted on 20. September 2006 by Árni Torfason