"Ætlaði bara að faðma hann"

Það er alltaf gaman að heyra af því þegar fólk ákveður að gera eitthvað gáfulegt. Rakst á þessa frétt á mbl.is. Það var sem sagt maður sem ferðaðist í 7 tíma til Peking til þess eins að sjá pandabirni í dýragarðinum þar í bæ. Þegar hann mætti til Peking skellti hann í sig svona 4 bjórum og hélt svo í dýragarðinn. Þar sá hann pöndu og hvað gerir maður þegar maður sér pöndu? Jú maður faðmar hana og það gerði Zhang Xinyan. Pandan sem heitir Gu Gu var ekki hrifin af þessu uppátæki og beit Zhang í báða fæturnar. Zhang var ekki hrifinn af því að vera bitinn og reyndi að bíta Gu Gu í bakið sem gekk auðvitað ekki þar sem Panda er ekki pylsa heldur panda.

“Enginn hefur sagt mér að pandabirnir bíti,” sagði Zhang í viðtali við dagblaðið Beijing Morning Post, eða Peking Morgun Póstur í beinni þýðingu.

0
Posted on 21. September 2006 by Árni Torfason