Slökkvi slökkvi ljós og ekkert sést

Þetta plan að slökkva á öllum ljósastaurum til að sjá stjörnur var svo innilega ekki að virka. Það virkar ekkert að slökkva á ljósastaurum ef allir hafa kveikt á sér. Svo er ekki gott að það sé skýjað. Sjást ekki margar stjörnur. Eina sem sást var endurspeglunin af geimstöðinni sem sést eiginlega alltaf bara. Mér fannst þetta uppátæki bara ýta undir leti hjá fólki. Ef fólk vill sjá stjörnur þá bara keyrir það aðeins út fyrir bæinn eða þá fer upp í Árbæ. Þar sér maður stjörnur fínt án þess að ljósin séu slökkt. Ef þetta uppátæki verður ekki notað í Áramótaskaupið í ár þá verð ég fyrir vonbrigðum því þetta var mjög fyndið. Ég heyrði að það ætli gaur að prumpa með lokuð augun uppi í Breiðholti miðvikudaginn 11.október. Fólk ætlar víst að fjölmenna þangað.

0
Posted on 28. September 2006 by Árni Torfason