2+2 í Airwaves

Síðustu dagar voru ansi fljótir að líða og Airwaves 2006 er formlega búin. Þetta var hressandi hátíð eins og alltaf en það var eitthvað við hana sem gerði hana ekki eins hressa og í fyrra. Veit ekki nákvæmlega hvað það var en það var eitthvað.

Það sem ég sá í gær var Siggi Ármann, Ólöf Arnalds, Kira Kira, Joseph Marzolla, Daníel Ágúst, Pétur Ben, Biggi, Leaves, The Cribs og Kaiser Chiefs. Var sem sagt með annan fótinn á Iðnó og hinn fótinn í Hafnarhúsinu. Það var einstaklega gaman að mynda Daníel Ágúst. Hann er líflegur á sviðinu og þegar ég segi líflegur þá meina ég geðveikur og hoppandi út um allt, tungan út og hægri snú. Afar skemmtilegt myndefni þar á ferðinni. Sá Pétur Ben í fyrsta skipti og var hrifinn. Var aðeins búinn að hlusta þannig að ég vissi svo sem hverju ég átti von á. The Cribs og Kaiser Chiefs voru ekki eins góðir og ég átti von á. Smá vonbrigði þar en svo sem ekkert hægt að gera í því. Fann litla myndavél á gólfinu í Hafnarhúsinu sem einhver hafði greinilega misst. Þannig ef einhver saknar myndavélar þá getiði haft samband. Mun svo smella henni á morgun í óskilamuni hjá Airwaves eða í Hafnarhúsinu.


DANÍEL ÁGÚST @ Listasafn Reykjavíkur


LEAVES @ Listasafn Reykjavíkur


PÉTUR BEN @ Listasafn Reykjavíkur


THE CRIBS @ Listasafn Reykjavíkur


KAISER CHIEFS @ Listasafn Reykjavíkur

0
Posted on 22. October 2006 by Árni Torfason