Bíóhækkun

Það er enn og aftur búið að hækka bíóverðið. Hækkunin er 100 krónur og kostar því nú 900 krónur að fara í bíóhús. Það hlýtur að eiga við um öll bíóhúsin. Erum við að tala um ólöglegt samráð? Man einhvern tíman var sagt að bíóverð hafi hækkað því dollarinn hafi hækkað svo mikið. Svo lækkaði dollarinn en verðið hélt bara áfram að hækka. Furðulegt það. En þetta er ekkert flókið. Maður bara fer ekkert í bíó nema ef maður vinnur bíómiða.

0
Posted on 25. October 2006 by Árni Torfason