Óvæntur glaðningur seinna í dag

Já gott fólk. Það er loksins komin helgi. Alltaf gott að fá eitt stykki svoleiðis. Vikan er búin að vera ágæt. Sæmilegt að gera. Er að leggja lokahönd á vefsíðu sem fer í loftið á mánudaginn. Segi ykkur frá því seinna. Mamma á afmæli í dag… eða gær. 27.okt sem sagt. Hún og pabbi skelltu sér yfir helgina til Madríd í tilefni dagsins. Heyrði í þeim í dag og þau voru bara að tjilla feitt í góða veðrinu. Planið á morgun er að kaupa örbylgjuofn þar sem að sá sem er hérna núna er frá 1989 og hann er formlega ónýtur. Ótrúlegt hvað hann hefur staðið sig vel. Mæliði með einhverjum nettum? Annars er von á óvæntum glaðning hérna á síðunni minni seinna í dag, laugardag. Fylgist með. Kveð ykkur í bili.

0
Posted on 28. October 2006 by Árni Torfason