ZUNE

Eins og flestir vita þá er Microsoft kominn með spilara í líkingu við Ipodinn sem heitir Zune.

Þetta er 30GB græja, styður MP3, Unprotected AAC og WMA hljóðskrár, WMV, H.264 og MPEG-4 videoskrár og svo JPEG myndskrár. Það er FM Tuner í kvikindinu og það er 3″ LCD skjár á honum. Batterý dugar í 14 tíma án Wirelesss, 13 tíma með wireless. Þá er miðað við tónlistarhlustun. En annars dugar hann í 4 tíma að horfa á video. Það er sem sagt hægt að ná í lög frá öðrum Zune spilurum yfir á þinn Zune spilara. Það er samt bara hægt að hlusta á lag þrisvar sinnum á þremur dögum eftir að þú nærð í það hjá félaga eða félögu. Svo geturðu merkt það og keypt það af netinu seinna.

Þetta er svo sem ágæti svar við ipodinu. Nema hvað að það eru víst alltaf að koma upp einhverjar villur. Hann virkar ekki eins og er með Windows Vista… sem er frekar furðulegt. Kosturinn við hann virðist vera skjárinn. 3″ er ansi ágæt stærð miðað við 2,5″ hjá ipod video t.d. En annars held ég að ipod hafi vinninginn ennþá. Zune spilarinn fær engan veginn nógu góða dóma í prófunum.

0
Posted on 15. November 2006 by Árni Torfason