MAX og svo ALMAX

Nú er ég frekar ringlaður. Sá auglýsingu um að einhver búð sem heitir MAX hafi verið að opna og svo var líka að opna eitthvað sem heitir ALMAX. Er fólk svona lélegt að finna nöfn að það bara hermir eftir hvort öðru? Þetta ALMAX er í eigu Árdegi ehf sem á BT, Skífuna og Sony Center en MAX er í eigu Magnúsar Axelsson og þaðan nafnið greinilega komið. Er ALMAX að fara í samkeppni við BT sem þeir eiga líka eða í samkeppni við MAX. Nú skilur maður ekki alveg. Er Almax að fara í samkeppni við sjálfan sig og MAX?

0
Posted on 18. November 2006 by Árni Torfason