Minnistæðar jólagjafir

Var að rifja upp um daginn þær jólagjafir sem ég man virkilega eftir að hafa fengið. Yfirleitt þá steingleymi ég hvaða jólagjafir ég fékk. Jafnvel er það stundum svo slæmt að maður er búinn að gleyma hver gaf manni hvað strax daginn eftir og því erfitt að hitta fólk. Og fólk spyr mann hvort að maður hafi verið ánægður með gjöfina og ég þarf hreinlega að ljúga að ég hafi verið ánægður því ekki hef ég hugmynd hvað viðkomandi gaf mér. En þetta hefur samt lagast síðustu árin. Var virkilega slæmt þegar ég var yngri. Því í æsingnum gleymdi ég að lesa á kortin og það er aldrei góðs viti. Hérna eru nokkrar af þeim gjöfum sem eru sérstaklega minnisstæðar hjá mér.

Nintendo:
Man ekki nákvæmlega hvað ég var gamall þegar ég fékk Nintendo leikjatölvu í jólagjöf. Þetta hlýtur samt að hafa verið eitthvað eftir að hún kom fyrst á markað því að með henni fylgdi Super Mario Bros 3. Ég hugsa að ég hafi aldrei verið jafn ánægður með gjöf sem ég hef fengið. Brosti allan hringinn og svo smá meira. Var oft búinn að prufa Nintendo hjá vinum mínum og var algjörlega agndofa þegar ég opnaði pakkann og sá að ég hafði fengið Nintendo. Spilaði Super Mario Bros allt kvöldið og fram á nótt og daginn eftir og daginn eftir og lét ekki fjarstýringuna frá mér fyrr en ég var búinn að klára helvítið. Svo lét ég seinna meir breyta tölvunni þannig að hún gæti tekið svona multileikjadiska og það var eðall. Á endanum seldi ég tölvuna með öllum leikjunum á 10.000kr. Mestu mistök mín í lífinu. Ef einhver á Nintendo tölvu sem virkar og langar að gleðja lítið hjarta í árbænum þá er ég jafnvel tilbúinn að kaupa hana.

Lítið Snooker borð:
Þessi jól byrjuðu á vonbrigði en enduðu á þvílíkri ánægju. Ég var búinn að skrifa efst á jólalistann minn “Lítið Snóker borð”. Þegar allar gjafirnar voru komnar undir jólatréið og það var byrjað að dreyfa pökkunum áttaði ég mig á því að það var nokkuð ljóst að ég var ekki að fara að fá Snóker borð því það var augljóslega ekki að passa í neinn af pökkunum sem voru undir trénu. Svo kom hver gjöfin á fætur annarri og að sjálfsögðu var maður ánægður en það var tár á hjarta mínu að fá ekki snóker borðið litla sem ég þráði svo mikið. Þegar allt var búið þá laumaðist held ég pabbi upp og náði í risastóran pappakassa og ég vissi náttúrulega strax hvað var að gerast og hoppaði hæð mína af kæti. Ég hafði fengið lítið snóker borð í jólagjöf. Hata þegar fólk segir “billiard borð” þegar það er annað hvort að tala um snóker eða pool borð. Billiard borð er ekki með neinum vösum. Svona eins og bikini. Ég vil taka það fram að litli strákurinn fylgdi ekki með. Það var búið að sérpanta hann úr pakkanum í Neverland einhvers staðar í Bandaríkjunum.

Sjitt ætlaði nú að telja upp fleiri atriði. Kannski mér detti eitthvað í hug meira á næstu dögum fyrir jólin.

0
Posted on 22. December 2006 by Árni Torfason