Ísland 33 – 32 Frakkland

Er ekki um að vera bjartsýnn eins og fólk var fyrir Úkraínu leikinn. Alltaf skemmtilegt þegar fólk er hreinlega búið að gera ráð fyrir að sigra leiki. Þetta var ekkert gífurlega flókið. Ísland var bara lélegt í þessum leik og það er bara þannig. Allir geta átt sína slæmu leiki og hlutirnar ganga ekki upp. Líka ef við hefðum unnið Úkraínu þá hefðum við örugglega á einhvern óskiljanlegan hátt samt ekki komist í milliriðil. Þetta er dálítið íslenska leiðin. Þannig að ég er sáttur að við töpuðum fyrir Úkraínu og þá getum við sýnt hvað í okkur býr og unnið tilvonandi heimsmeistara Fraka með 33 mörkum gegn 32.

Annars gerði ég heiðarlega tilraun að fara og mynda íslenska landsliðið í fjaðrabolta en það gekk heldur betur ekki eftir því það var klesst aftan á mig þegar ég var kominn svona 100m frá heimili mínu. Mér er ekki ætlað að mynda badminton. Óska því til hamingju að vera komið upp í A-riðil.

0
Posted on 22. January 2007 by Árni Torfason