Eurosport með litla trú á Íslandi

Var að reyna að skoða stöðuna í riðlinum á Eurosport þar sem að mbl.is er ekki alveg að standa sig í að uppfæra töfluna eftir leikina. En þeir hjá Evrópusporti er bara ekki heldur duglegir þannig að kannski er þetta upplýsingar sem koma frá Þýskalandi og mixast sjálfkrafa. En þarna á Eurosport vefnum er könnun og spurt er “Hver verður heimsmeistari?” Valmöguleikarnir eru Frakkland, Spánn, Danmörk, Þýskaland, Króatía, Rússland, Slóvenía eða Túnis.

Virkilega góð könnun þar sem t.d. Túnis, Slóvenía og hugsanlega Rússland komast ekki einu sinni áfram. Mæli með sem flestir fari þarna inn og kjósi Túnis til að mótmæla.

0
Posted on 27. January 2007 by Árni Torfason