London

Já það held ég. Á morgun verður vaknað klukkan 4:00 og lagt af stað út á flugvöll 4:30. Flug til London ásamt Billa og Hlín klukkan 7:15. Leiðin liggur á fyrsta VII seminarið sem haldið er í Evrópu. Meira og minna allir meðlimir vii hópsins sem taka þátt í þessu og eru með fyrirlestra og alls konar hressleika. Canon verður eitthvað á vappi að kynna hitt og þetta. Vonandi verður bingó og ég vinn eins og 2 Mark III vélar. Það væri vel þegið.

Annars fengum við Auður afhenta íbúðina í gær. Eina sem við ætlum að gera er að mála. London ferðin setur íbúðarmix aðeins á bið. Förum í þetta strax á þriðjudaginn í næstu viku.

Er aldrei þessu vant búinn að pakka niður fyrir London ferðina. Yfirleitt geymi ég þetta þangað til nóttina áður en ég fer. Tek reyndar ekki mikið með mér. Hugsa að þetta rúmist fyrir í einum Bónuspoka. Hugsa samt að maður splæsi á sig að hafa þetta í tösku. Í för verður LOMO og HOLGA og gomma af filmum. Ágætt að sleppa svona einstaka sinnum að burðast með þungan digitalhlunk í svona ferðalag. Spáin í London um helgina er 20°C og nánast enginn vindur. 7 9 13 að það gangi eftir.

Stefnum á það að flytja inn helgina eftir að við komum frá London sem er þá 21.apríl.

Ég er með svona 20 atriði sem ég þarf að klára áður en haldið verður til London þannig að ég hef þetta ekki lengra. Stefni á að muna eftir að ganga frá svona 15 af þessum 20 atriðum. Þá er ég nokkuð sáttur. Kveð í bili.

0
Posted on 11. April 2007 by Árni Torfason