Fluttur í 101

Jæja þá er maður loksins fluttur. Fyrsta færslan sem ég skrifa frá mína nýja heimili. Nánar tiltekið Kristnibraut 101 í Grafarholti. Síðustu vikur hafa farið í að lagfæra og mála og flytja þetta litla dót sem við áttum. Djöfull getur fylgt manni mikið af drasli. Og það er ekki enn allt komið. Ennþá slatti eftir. Eins og er þá er pappi fyrir gluggunum þar sem gardínurnar sem við fengum okkur koma ekkert fyrr en eftir svona 2 vikur að minnsta kosti. Mjög gott að vera gardínulaus. Sófinn komst inn um hurðina sem var eiginlega með ólíkindum þar sem það er ansi þröngt fyrir utan hurðina hérna. Ég stefni á að taka myndir af herlegheitunum þegar kassar og drasl er farið af gólfunum. Það er skápapláss hérna fyrir svona átján manns þannig að þetta ætti allt að geta endað þar. Ekki frá því að ég fái á morgun fyrstu myndirnar úr Holgunni úr framköllun. Það er ekkert á dagskrá á morgun fyrir utan að borga reikninga, taka til, hengja upp hillur, hengja upp sjónvarp, kaupa heimatengi, ná í filmur, hengja upp ljós, raða í skápa, fara í fótbolta, slappa af, elda, skrifa reikninga og svona átján hlutir í viðbót.

Eftir að ég hef komið mér fyrir þá ættu bloggum að fara að fjölga hjá mér.

Ákvað að henda inn nokkrum myndum úr Lomo Fisheye vélinni góður sem ég keypti mér í London.


Ég og Hlín fáránlega hress fyrir framan gosbrunninn í London.

Kom Billa á óvart í London og smellti þegar ég kom úr búðinni.

Á leiðinni heim frá London í flugvélinni.

Bína frekar hress að reyna að veiða myndavélina.

Auður á leiðinni út í vélina í London.

Peter, samt ekki Petrelli, hress í stúdíóinu.
0
Posted on 30. April 2007 by Árni Torfason