Nýjasta tækni og vísindi

Það er margt spennandi að gerast í tækninýjungum þessa dagana. Eða kannski ekki nýjungum heldur bara að nýta tækni sem er búin að vera til staðar í ár og öld.

Witricity
Þetta er eitthvað sem allir hafa beðið eftir í svona milljón ár. Þráðlaust rafmagn og engar snúrur. Það hefur verið vitað í mörg ár að þetta hefur verið hægt en einhvern veginn enginn gert neitt í þessu. En núna á næstu árum verður þetta staðreynd. Það er sem sagt búið að hanna frumgerð að þráðlausu rafmagni. WiTricity eins og þetta fyrirbæri hefur verið nefnt notar rafsegulbylgjur með mjög lága tíðni til að flytja rafmagnið. Ég ætla samt að gefa þessu svona 3-5 ár þangað til þetta verður komið í gang í heimilistækjum.

Microsoft Surface
Microsoft Surface er ný tegund af tölvuviðmóti. Þetta er multitouch tölva sem er með ansi sniðuga fídusa. Getur t.d. lagt wifi myndavél á skjáinn og hún tengist henni strax og tekur myndirnar af vélinni. Síðan geturðu sett wifi símann (eða bluetooth) á græjuna og getur dregið hluti yfir á símann. Þetta er mjög smooth tækni en ég sé samt ekki notkunarmöguleika fyrir almenning. Það er talað um að það eigi að nota þetta mest í búðum, kaffihúsum, veitingastöðum og spilavítum til að byrja með. Gæti vel verið að í framtíðinni sjái maður einhver not fyrir þetta en ekki núna, og ekki fyrir 10-15þús dollara. Svona multitouch tækni er búin að vera í vinnslu lengi og svo poppa núna upp þetta surface dæmi og auðvitað iphone frá apple.
- Myndband á Youtube.com sem útskýrir þetta betur

C Dragon
C Dragon (held það sé skrifað bara svona) er tækni frá Microsoft sem sérhæfir sig í að skoða myndir af allri stærð. Getur zúmað inn bara endalaust ef gæðin eru nógu mikil. Þetta virkar þannig, ef ég skil þetta rétt, að hún getur unnið þetta svona hratt því að hún er að birta bara pixlana sem eru á skjánum hverju sinni. Þetta er alveg massa kvikindi t.d. til að skoða tímarit og dagblöð í tölvunni. Eiginlega best að tjékka á videoinu hérna fyrir neðan sem útskýrir þetta vel. Þetta er alveg skuggalega fínt.
- Myndband á Youtube.com sem útskýrir þetta betur

Microsoft Photosynth
Microsoft Photosynth er ansi hress tækni frá Microsoft. Forrit sem tekur myndir með svipa metadata og getur fundið myndir sem eru svipaðar. T.d. ef þú værir með eina mynd af hallgrímsskirkju þá væri hægt að finna og tengja saman allar myndir teknar af hallgrímskirkju á Flickr. Erfitt að útskýra þetta en myndbandið fyrir neðan útskýrir þetta hressilega. Maður getur t.d. notað þetta til að fá medadata í myndirnar þínar.
- Myndband á Youtube.com sem útskýrir þetta betur

Það er margt skemmtilegt í gangi í tæknimálum sem er gott fyrir tækniplebba eins og mig.

0
Posted on 7. June 2007 by Árni Torfason