BHphoto.com eru góðir gyðingar

Það er nokkuð ljóst að bhphoto.com eru góðir gaurar. Setti inn pöntun hjá þeim um daginn sem hljóðaði upp á um 2.500$. Í pöntunarferlinu fékk ég upplýsingar um það að ef ég væri með VISA eða MASTERCARD þá mætti ég bara versla fyrir 1.500$. Það hefur verið lítið mál hingað til að panta fyrir meira en þessa upphæð þannig að ég lét á þetta reyna. Pöntunin flaug í gegn en aldrei kom neitt progress á pöntunina. Sendi þeim póst og þeir svöruðu mér um hæl og tilkynntu mér að Ameríska póstþjónustan vildi ekki taka á móti pakkanum mínum því hann væri of stór. Valdi sem sagt að flytja með almenna póstkerfinu til þess að losna við að borga himinháa upphæð með því að flytja með t.d. UPS hraðþjónustu. Bhphoto.com samdi við UPS að senda dótið mitt fyrir sama verð og ég ætlaði að greiða. Mig grunar að bhphoto.com hafi tjékkað á fyrri pöntunum og séð að ég hef pantað 1-2 áður fyrir dágóða summu og bara reddað þessu.

Þannig að ég er sáttur með fólkið á bhphoto.com verð ég að segja og á leiðinni til mín er eitt stykki Nikon Super Coolscan 9000 ED

Afhverju ætti þér ekki að vera sama hvað ég er að panta? Nú er ég með skanna sem ég kem ekki til með að nota meira. Skanninn heitir Nikon Coolscan V ED og er alveg þrælhress. Ástæðan fyrir að ég er að skipta yfir í hinn er sú að hann tekur medium format filmur en ekki þessi. Þannig að ef þið hafið áhuga á að eignast skanna þá getið þið haft samband.

0
Posted on 14. June 2007 by Árni Torfason