Fyrsti golfhringur sumarsins

Jæja þá er fyrsti golfhringur sumarsins yfirstaðinn. Við Kristinn skelltum okkur á Urriðavöll í gærmorgun. Fengum rástíma 8:10 þannig að við vorum búnir með 18.holur fyrir hádegi sem var ansi gott mál. Það var auðvitað alveg fáránlega gott veður og ég var svo innilega ekki klæddur í samræmi við það. Allllt of vel klæddur en þar sem ég hef þann einstaka hæfileika að kunna að klæða mig úr þá var það nú ekkert stórmál. Miðað við að þetta var fyrsti hringurinn í sumar þá var ég nokkuð sáttur með árangurinn. Lék völlinn á 108 höggum sem er langt frá því að vera gott en samt var ég sáttur. Lék eina holu á pari, 10 holur 1 yfir pari, svo voru nokkrar sprengjur sem fóru samt aldrei yfir tveggja stafa tölu og var þar með markmiði dagsins náð. Ég stefni á meira golf í sumar og það sem fyrst. Jafnvel að maður nái einum hring til viðbótar fyrir vikulok.

0
Posted on 20. June 2007 by Árni Torfason