Golf með GSM

Skellti mér í golf með Gunnari Steini í dag. Var næstum því búinn að sannfæra hann að fá sér Nokia N95 í staðinn fyrir Apple iPhone. Ef það væri hægt að blanda nokkrum hlutum úr þessum tveimur símum saman í eitt tæki þá væri maður með ansi gott kvikindi í höndunum.

Annars spiluðum við Kiðjabergið og eins og má sjá hér þá lúkka ég ansi vel í golfinu. Hef verið að nota forrit sem heitir mScorecard á síðustu hringjunum sem ég hef farið. Þetta er forrit sem er m.a. hægt að setja upp á flest alla farsíma (Java). Þetta heldur utan um ýmsa tölfræði og reiknar alls konar helvíti um leið og maður skráir hlutina inn. Vel hægt að fylgjast með hversu lélegur maður er :) Mæli hiklaust með þessu ef þú ert tæknivæddur golfari. Hægt að niðurhala fullt af íslenskum völlum sem og skrá inn nýja. Svo sendirðu allar upplýsingarnar á síðuna hjá þeim og þú getur skoðað tölfræðina þar. Hún sendir líka skorið þitt í e-maili á þig og fleiri ef þú vilt eftir hvern hring. Hægt að kaupa leyfi fyrir litla 20 dollara. Fólk er að tala um að þetta sé það heitasta í dag fyrir utan vöfflur í hárið.

Var að henda einhverju inn á Flickr-ið.


ein frá því í London
0
Posted on 2. July 2007 by Árni Torfason