Ég þrái að slá í gegn… og fá frí

Ekki frá því að ég myndi játa því að komast í smá frí ef mér yrði boðið það. Jafnvel að ég myndi játa því meira heldur en að moonwalka með Michael Jackson niður laugarveginn eða upp hverfisgötuna.

Það er allt vitlaust að gera í fasteignaljósmynduninni sem er svo sem ekkert slæmt. Gott að fá pening í vasann. Svo hefur verið vitlaust að gera ekki í fasteignaljósmynduninni. Verkefnin hrannast upp og ég slæ þau niður hvert af öðru eins og sönnum Íslendingi sæmir. Það sem stendur upp úr af þessum verkefnum er án efa að ég er að mynda U19 Evrópumót stúlkna fyrir Getty Images. Hef gaman af því að mynda fótbolta og svo er hresst að sjá hversu prófessjíónal þetta er hjá Getty. Fæ senda mynd á leikdag sem er að finna allar upplýsingar sem þurfa að fylgja myndunum sem ég síðan sendi frá mér. Ég þarf síðan að skrifa stuttan texta með nöfnum og númerum leikmanna sem eru á myndunum hverju sinni. Þetta þarf að gerast á meðan leikurinn stendur yfir þannig að maður er lítið að slappa af. Mæti c.a. klukkustund fyrir leik til að redda mér vesti og leikskýrslu og kanna hvort þráðlausa netið sé að dansa.

Svo eftir leikinn þá stel ég vestunum og geymi í dýflissunni minni og heimta lausnargjald. Ekki segja samt neinum.

Í dag er það leikur Þýskalands og Frakklands á Laugardalsvelli klukkan 16:00. Mæli með að fólk tjékki á þessu. T.d. eru þýsku stúlkurnar að sýna betri takta heldur en íslensku karlaliðin í efstu deild.

0
Posted on 26. July 2007 by Árni Torfason