BW einokuninni lokið

Já það eru heldur betur gleðifréttir sem ég færi ykkur kæru lesendur. Fram að þessu hefur Hans Petersen verið eini aðilinn á landinu sem framkallar svart hvítar filmur. Það var auðvitað ekki nógu gott mál útaf ýmsum ástæðum. Fyrsta var sú að maður þurfti að minnsta kosti að bíða í viku eftir að fá filmuna úr framköllun þar sem að það átti alltaf að safna í góðan bunka áður en það yrði framkallað. Aldrei hittist það á þannig að ég var að koma með síðustu filmurnar til að ná í þennan söfnunarhaug þannig að það mætti framkalla filmur. Alltaf var ég fyrstur og þurfti að bíða í viku. Það er bara grín að bjóða ljósmyndurum upp á að bíða í viku eftir myndunum sínum. Svo núna fyrir stuttu þá fylltist mælirinn. Billi fór með filmur þarna sem hann hafði tekið á xpaninn sinn í London. Hann sagði þeim marg oft að hann vildi bara frá negatífuna framkallaða og ekki klippa filmuna niður. Vildi ekki fá neinar myndir prentaðar. Þegar hann kom viku seinna að sækja filmurnar þá var búið að klippa þær niður og prenta út eitthvað af filmunum. Vélin hjá þeim klippti bara niður eins og þetta væri venjuleg 35mm filma og klippti því í góðan slatta af myndunum hans. Bara í tvennt. Það er mjög gott kaffi. Þannig að nú get ég formlega hætt að versla við Hans Petersen eftir að Jens í Pixlum er farinn að framkalla BW filmur sem og c41 filmur. Þannig að þangað fara viðskiptin mín í framtíðinni.

0
Posted on 30. July 2007 by Árni Torfason