Rauðisandur

Svona inn á milli þess sem ég er að mynda, mála skjólvegginn, helluleggja, slá garðinn, skrifa reikninga, senda reikninga, færa hillur, færa þurrkara þá hef ég verið að reyna að finna tíma til að skanna eitthvað inn af þeim aragrúa af filmum sem ég á óskannaðar. Það gengur hægt en gengur samt. Er búinn að henda einhverju inn á Flickr-ið.

Læt fylgja með eina sem ég tók á ferð minni á Vestfirði um Verslunarmannahelgina.


Rauðisandur © Árni Torfason
0
Posted on 13. August 2007 by Árni Torfason